Skipulagt félagslíf í MS er hafið með nýju sniði á tímum Covid 19

Það má með sanni segja að skólastarfið þetta haustið hafi verið limbó! Ráin var ansi lágt stillt og reyndi til fulls á lipurð og sveigjanleika okkar allra hér í skólanum þetta haustið. Ákveðið var að freista þess að hafa skólastarfið eins reglulegt og kostur er, nemendafélagið tók þeirri áskorun vel og útfæri metnaðarfulla dagskrá nýnemavikunnar í samvinnu við skólann. Félagslífið hefur því fengið tækifæri til að blómstra þessa vikuna og er það von okkar að örugg gleði í nemendahópnum muni ríkja þennan veturinn.