Reglugerð um samkomutakmarkanir

Ný reglugerð um samkomutakmarkanir tekur gildi þann 13. nóvember og gildir til og með 8. desember 2021. Fjöldatakmarkanir fara niður í 50 einstaklinga í rými en í sameiginlegum rýmum, anddyri og á gögnum er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum. Áfram er grímuskylda í skólanum nema þegar sest er niður í kennslustofum eða til að matast. Í MS höldum við okkar striki: Bjóðum upp á grímur við innganga og sprittum okkur vel.