Örfá laus pláss í MS á haustönn 2022

Opnað verður fyrir umsóknir nýnema og eldri nemenda föstudaginn 19. ágúst. Aðeins eru örfá laus pláss, gert er ráð fyrir að taka inn 5 nýnema og 5 nemendur á önnur námsár. Sótt er um í gegnum Menntagátt. Opið verður fyrir umsóknir til miðnættis mánudaginn 22. ágúst.