Opið hús miðvikudaginn 14. mars frá 17-19

Menntaskólinn við Sund vekur athygli á opnu húsi miðvikudaginn 14. mars frá klukkan 17-19. Gestir geta skoðað skólann, kynnst náminu og nýju þriggja anna kerfi, fengið leiðsögn um byggingarnar, skoðað verk nemenda og kynnst því sem verið er að gera í skólanum. Nemendur, kennarar og stjórnendur eru á staðnum og taka á móti gestum og svara þeim spurningum sem upp koma. Hér að neðan má sjá yfirlistmynd af skólanum og hvað er í gangi á hverjum stað. - ALLIR ERU VELKOMNIR Í HEIMSÓKN -