OPIÐ HÚS 5.apríl

Þriðjudaginn 5.apríl kl. 16.00- 18.00 verður OPIÐ HÚS. 

Við bjóðum nemendur 10.bekkjar og forráðamenn þeirra velkomna. 

Gestir geta kynnt sér námsframboð og námsfyrirkomulag skólans,  skoðað húsakynni og  kynnt sér félagslífið. Nemendur og starfsfólk skólans verða á staðnum til að svara spurningum og leiða gesti um húsið.