Nýr rektor Menntaskólans við Sund

Már Vilhjálmsson hefur látið af störfum sem rektor Menntaskólans við Sund eftir rúmlega 20 farsæl ár í starfi. Nýr rektor skólans er Helga Sigríður Þórsdóttir sem gegnt hefur starfi konrektors MS frá því í ágúst 2017.

Við þökkum Má vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi um leið og við bjóðum Helgu Sigríði velkomna til starfa sem rektor Menntaskólans við Sund.

Már og Helga á 50 ára afmæli skólans