Ný útgáfa af stokkatöflu MS

Búið er að gera breytingu á stokkatöflu skólans og hefur hún verið uppfærð hér á vefnum (sjá https://www.msund.is/skolinn/skoladagatal). Ný útgáfa af stokkatöflu skólans felur í sér þá breytingu að búið er að búa til nýjan stokk, J stokk sem er tveggja kennslutíma síðdegisstokkur sem er á föstudögum frá klukkan 14:50 til 16:10. Ný stokkatafla skólans tekur gildi 16.11.2020 sem er við upphaf vetrarannar 2020.