Skólakynning 20. apríl 2021

Kynning á námi við Menntaskólann við Sund fer fram þriðjudaginn 20. apríl  en þá fá aðstandendur tækifæri til að koma með 10. bekkingum og fá kynningu í sal.  Um er að ræða kynningu á náminu í MS og fyrirkomulagi varðandi innritun vorið 2021.

Samkvæmt núgildandi sóttvarnarreglum er hægt að taka á móti 100 manns í einu í sæti í sal og skylda að vera með grímur.  Kynningarnar verða því þrjár þennan dag kl. 17:00, kl. 18:00 og kl. 19:00.  Þeir sem vilja koma á kynninguna þurfa að skrá sig í formið hér að neðan.

Námskynning 20. apríl tímapöntun