MS komst áfram í Gettu betur
12.01.2023

Menntaskólinn við Sund hafði betur gegn Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í fyrstu umferð Gettu betur. MS sigraði með 23 stigum gegn 20 í æsispennandi viðureign. Næst etur MS kappi við Flensborgarskólann í 16 liða úrslitum mánudaginn 16. janúar.
Lið Menntaskólans við Sund skipa þau Darri Þór Guðnason, Sigurjón Nói Ríkharðsson og Emma Elísa Jónsdóttir.
Til hamingju með sigurinn og áfram MS!