MS-dagurinn 2023

Laugardaginn 3. júní mun skólinn bjóða afmælisárgöngum eldri nemenda (útskriftarárgöngum 1973, 1983, 1993, 2003 og 2013) að koma í sinn gamla skóla og endurvekja gömul kynni. Skólinn hefur breyst mikið undanfarin ár og gefst gestum kostur á að skoða skólann með leiðsögn stjórnenda.

Boðið verður upp á léttar veitingar og er það markmið okkar að eiga ánægjulega endurfundi með okkar eldri nemendum og kennurum.

Húsið opnar klukkan 16.00 og er gert ráð fyrir því boðið standi til klukkan 18.00.