Menntaskólinn við Sund fær heimsókn frá Umhverfisstofnun vegna Grænna skrefa

Í dag, þriðjudaginn 9. febrúar fær skólinn heimsókn frá Umhverfisstofnun vegna aðgerða í umhverfis- og loftslagsmálum og þátttöku skólans í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri.

Fyrir jólin fékk skólinn afhenta viðurkenningu fyrir að hafa lokið fyrstu fjóru skrefunum í Græn skref í ríkisrekstri og nú er vonandi komið að því að skólinn fái viðurkenningu fyrir að hafa tekið fimmta og síðasta skrefið í þessu verkefni. Við erum að minnsta kosti á leiðinni :)