Lok haustmisseris í 4. bekk

Nú er kennslu lokið á haustmisseri í 4. bekk og matsdagar framundan.

Föstudaginn 15. og mánudaginn 18. desember fara fram sjúkrapróf og verkefnaskil á matsdögum. Þriðjudaginn 19. desember kl. 20 verður einkunnablaðið birt í Innu.

Miðvikudaginn 20. desember kl. 10 -11 fer fram námsmatssýning. Á námsmatssýningu gefst nemendum kostur á að hitta kennara sína og sjá sundurliðun einkunna. Skólinn hvetur nemendur til að mæta á námsmatssýninguna. Nánari upplýsingar um námsmatssýninguna munu birtast síðar á Námsnetinu og á upplýsingaskjám skólans.