Kynningar á námi í MS fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla

Kynningar fyrir grunnskólanemendur verða í boði í samráði við grunnskólana. Þær kynningar eru eingöngu ætlaðar nemendum og munu grunnskólarnir miðla frekari upplýsingum til sinna nemenda. 

Opin kynning á námi við Menntaskólann við Sund fer fram þann 20. apríl næstkomandi en þá fá aðstandendur tækifæri til að koma með 10. bekkingum og fá kynningu í sal á náminu í MS. Athygli er vakin á eftirfarandi tenglum en þar má finna upplýsingar um námið í MS:

- Menntaskólinn við Sund á youtube: https://www.youtube.com/channel/UCIkknSpqL3fRFT47dnTNPag

- Um innritun í MS: https://www.msund.is/namid/innritun

- Glærusýning um innritun í MS: https://www.msund.is/media/2021/03/04/6am15o7u60_kynning_MS_2021_innritunarmal_T_masett.pdf

- Námsbrautir í MS: https://www.msund.is/namid/namsbrautir