Kíktu í bók

Það er hollt að lesa og Menntaskólinn við Sund hvetur alla til að vera duglegir að kíkja í bók. Bóka- og upplýsingamiðstöð skólans hefur upp á að bjóða góða aðstöðu til náms og lestrar og víða í skólanum eru opin vinnusvæði þar sem notalegt er að setjast niður og kíkja í bók. Bækur sem eru í hillum á þessum svæðum standa öllum til boða. Skólinn hvetur fólk til að setjast niður, grípa í bók og njóta þeirrar hugarró sem fylgir lestri bóka. Þar sem skólinn hefur komið upp neðangreindri merkingu er fólki einnig frjálst að taka bók til eignar og lesa hana í ró og næði þar sem það hentar.