Kennsla í MS verður með fjarkennslusniði í bóklegum greinum og í íþróttum

Komið þið sæl

Öll bókleg kennsla og kennsla í íþróttum verður með fjarkennslusniði næstu tvær vikurnar frá og með morgundeginum 6. 10. 2020. Kennsla í listgreinum er í staðnámi og nánari upplýsingar um fyrirkomulag þeirrar kennslu verða sendar þeim nemendum beint. Staðkennslan í listgreinum er skv. stundatöflu og byrjar fyrramálið klukkan 8:30. Nemendur geta pantað bækur til útláns á bókasafninu og þjónusta námsráðgjafar í MS verður með rafrænum hætti.