Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 1. mars.

Eins og fram hefur komið var unnið að viðgerðum vegna raka í skólanum á matsdögum á milli anna þar sem rakaskemmt byggingarefni var fjarlægt og endurnýjað. Eftir slíkar aðgerðir er afar mikilvægt að húsnæðið sé rykhreinsað vandlega. Því miður tókst ekki að ljúka öllum þessum framkvæmdum í dag og verður unnið að rykhreinsun á morgun. Vegna þessa þarf að fresta upphafi vorannar um einn dag. 

Kennsla hefst því samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 1. mars

Skólahúsnæðið verður lokað á meðan hreinsun fer fram eða frá kl. 16 á mánudag til kl. 16 á  þriðjudag.