Innritun vorönn 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna skólavistar á vorönn 2022. 

Innritað er á menntagátt og eru fjórar námslínur í boði, ítarlegt efni um þær má finna á heimasíðu skólans. Lokað verður fyrir móttöku umsókna 6.2.2022. Kennsla á vorönn hefst þann 28. febrúar 2022 og stefnt að því að innritun sé lokið þann 11. febrúar 2022. Við röðun umsókna verður litið til lokinna framhaldsskólaeininga, einkunna, skólasóknar og námsstöðu með hliðsjón af áfangaframboði MS. Umsækjendur undir 18 ára aldri eru í forgangi og er miðað við það að innrita 20 nemendur.