Innritun vorönn 2020

Opnað hefur verið fyrir innritun í MS á vorönn 2020 á Menntagátt.  Fyrsti kennsludagur vorannar er 24. febrúar 2020 og verður innritun opin til miðnættis þann 18. febrúar 2020, öllum umsóknum verður svarað fyrir 25. febrúar næstkomandi. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hversu mörg pláss verða í boði og mun það ekki liggja fyrir fyrr en við lok vetrarannar. Litið verður til einkunna, námsframvindu og ástundunar umsækjenda með hliðsjón af því rými sem verður til staðar í skólanum við lok vetrarannar.  Athugið að eingöngu er tekið við umsóknum sem berast skólanum í gegnum Menntagátt.