Innritun nýnema vorið 2021

Gögn liggja nú fyrir varðandi umsóknir nýnema vorið 2021. Skólinn vinnur nú að því að raða umsækjendum og mun skila þeim lista af sér til Advania á næstu dögum. Raðað er eftir einkunnum sjá nánar: https://msund.is/namid/innritun

Vakin er athygli á því að ekki er unnt að birta niðurstöður innritunar fyrr en Menntamálastofnun hefur lokið við að finna öllum nýnemum skólavist á haustönn 2021 og getur það ferli tekið nokkra daga.