Innritun eldri nemenda lokið

Innritun eldri nemenda vegna haustannar 2020 er nú lokið. Að þessu sinni leiddi greining á nemendatölum í ljós að afar fá pláss reyndust vera til staðar í skólanum fyrir eldri nemendur. Hins vegar reyndust umsóknir óvenju margar að þessu sinni og margir sterkir nemendur í þeim hópi. Við röðun umsækjenda var litið til námsframvindu. Horft var sérstaklega til lykilgreina (dönsku, íslensku, ensku og stærðfræði) og fjölda lokinna eininga sem falla að námskrá Menntaskólans við Sund. Sérstaklega var að auki litið til þess hvort eðlileg námsframvinda gæti orðið með hliðsjón af þeirri braut sem sótt var um.