Innritun 2020

Innritun á haustönn 2020 er nú lokið í Menntaskólanum við Sund. Skólinn var óvenju vinsæll þetta árið og því er hvert pláss skipað. Við upphaf haustannar mun skólinn fara yfir nemendatölur og er mögulegt að einhver pláss gætu losnað, áhugasamir geta því haft samband við skólann og kannað stöðuna þann 17. ágúst næstkomandi.