Fyrsti dagur vetrarannar - nýnemar í húsi

Fyrsti dagur vetrarannar 2020 er í dag á degi íslenskrar tungu. Það er ánægjulegt að sjá nýnema í húsi í fyrsta sinn í nokkrar vikur. Í dag er umsjónardagur og mun kennsla hefjast á morgun, þriðjudaginn 17. nóvember. Vegna Covid ástandsins verða listgreinar það eina sem verður  í staðnámi frá upphafi vetrarannar en allar bóknámsgreinar og íþróttir verða með fjarnámssniði við upphaf annarinnar.