Tilkynning vegna umræðu um eflingu framhaldsskóla

Menntaskólinn við Sund vekur athygli á því að umræður undanfarið um sameiningu framhaldsskóla hafa ekki áhrif á skipulag náms nemenda í skólanum og heldur ekki á nám nýnema sem innritast í vor. Kennsla verður áfram í húsnæði skólans við Gnoðarvog skólaárið 2023-2024.

Upplýsingar um innritun nýnema má finna á heimasíðunni undir Kynningarefni.

Nemendur í 10. bekk sækja um í gegnum Menntagátt og er opið fyrir umsóknir til 8. júní næstkomandi.

Velkomin í MS!