Fjarnám fram að páskum

Það verður fjarkennsla í MS fram að páskum.
Frá og með fimmtudeginum 25. mars færum við allt nám (líka listgreinanámið) yfir í fjarkennslu á Teams.
Kennt er samkvæmt stundaskrá.
Páskaleyfi hefst 29. mars og kennsla hefst aftur að loknu fríi miðvikudaginn 7. apríl samkvæmt
stundaskrá. Nánari upplýsingar berast um fyrirkomulag skólahalds eftir páska þegar ný reglugerð um
skólastarf á tímum Covid19 hefur verið gefin út.
Farið vel með ykkur og gætið að persónulegum sóttvörnum.
Stjórnendur MS