Félagslíf í MS

Árgangakvöld miðvikudaginn 9. desember 2020

Næstkomandi miðvikudag, þann 9. desember, verður haldið fyrsta árgangakvöldið hér í MS. Nemendum á 1. námsári býðst þá að koma í skólann og taka þátt í hressandi jóladagskrá. Skólinn gætir þess að sóttvarnareglur verði virtar, nemendur verða boðaðir í stofur og verða að hámarki 25 nemendur í hverri stofu. Starfsmenn skólans verða á staðnum til að tryggja öryggi nemenda, nemendafélagið sér hins vegar um félagslegu hliðina. Húsið opnar klukkan 19.30 og gert ráð fyrir því að dagskráin hefjist klukkan 19.45.

Dagskrá:

19.30 – Húsið opnar, hleypt er inn á þremur stöðum (nýja aðalinnganginn, gamla innganginn og í Þrísteini).
19.45 – Dagskrá hefst – Grauturinn
20.10 – Uppistand Jakob Birgisson
20.40 – Stofukeppni (vegleg verðlaun í boði)
21.00 – Dagskrá lýkur

Grautnum og uppistandinu verður streymt fyrir aðra nemendur en nýnema á Instagramsíðu nemendafélagsins.
Til að koma í veg fyrir hópamyndun fyrir utan skólann förum við þess á leit að forráðamenn skipuleggi ferðir nýnema til og frá skólanum þetta kvöld.