Evrópski tungumáladagurinn

Evrópski tungumáladagurinn hefur verið  haldinn árlega frá árinu 2001, þann 26. september. Að venju mun MS vera í samstarfi við Vogaskóla og senda hóp nemenda yfir til að kynna dönsku, frönsku, ensku og þýsku. Þetta er skemmtilegur dagur og bæði gefandi og lærdómsríkur fyrir nemendur, yngri jafnt sem eldri. Nánari upplýsingar um daginn: https://www.coe.int/en/web/portal/26-september-european-day-of-languages?desktop=true