Endurgreiðsla innritunargjalda 2018-2019

Nemendum í MS sem mæta frábærlega vel í skólann er umbunað með því að endurgreiða þeim innritunargjöld viðkomandi skólaárs. Nýverið fékk 41 nemandi endurgreidd innritunargjöld vegna skólaársins 2018-2019. 

Til þess að eiga rétt á endurgreiðslu innritunargjalda má raunmæting nemenda ekki vera undir 98%, veikindi skráð í tíu kennslustundum eða færri og leyfi frá kennslustund að hámarki fimm á viðkomandi skólaári.