Einkunnabirting – námsmatssýning – upphaf vetrarannar

Einkunnir haustannar 2021 munu birtast í INNU kl. 20:00 miðvikudaginn 17. nóvember. Á  fimmtudaginn 18. nóvember verður námsmatssýning frá kl. 11:30-12:00.  Hér má sjá staðsetningu námsgreina námsmatssýning haust21.pdf

Haustönninni lýkur svo formlega föstudaginn 19. nóvember.

Mánudaginn 22. nóvember hefst vetrarönnin með umsjónarfundum fyrir alla nemendur skólans sem mæta ýmist kl. 09:00 (1. námsár), 10:00 (2. námsár) eða 11:00 (3. námsár og eldri).  

Hægt er að óska eftir töflubreytingum mánudaginn 22. nóvember til kl. 16:00.  Það er gert í gegnum INNU – sjá hér