Brautskráning vorið 2019

Laugardaginn 1. júní sl.  var brautskráning úr Menntaskólanum við Sund.  Brautskráðir voru alls 151 stúdent þar af einn úr bekkjarkerfinu.  Þetta var hinsvegar fjórða útskriftin úr þriggja anna kerfinu.  Í hópnum voru 94 stúlkur og 57 piltar og útskrifust 18 stúdentar af eðlisfræði-stærðfræði línu, 38 af líffræði-efnafræði línu, 40 af félagsfræði-sögu línu og 54 af hagfræði-stærðfræði línu.  Við óskum þessu unga fólki hjartanlega til hamingju með áfangann.