Brautskráning 30. maí 2020


Laugardaginn 30. maí síðastliðinn var brautskráning stúdenta.  Athöfnin var haldin í Háskólabíó og alls voru 156 nýstúdentar útskrifaðir, 62 af náttúrufræðibraut og 94 af félagsfræðabraut.  Dúx skólans var Úlfar Dagur Guðmundsson af eðlisfræði-stærðfræði námslínu.  Semídúx var Linda Lien My Du af líffræði-efnafræði námslínu.

Athöfnin var með öðru sniði en vanalega vegna kórónavírussins, engir gestir og stúdentsefnin sátu á víð og dreif um bíósalinn með tvo metra á milli sín og komu aðeins upp á svið til að taka á móti skírteinunum.  Hægt var að fylgjast með athöfninni í streymi.  

Við óskum nýstúdentunum hjartanlega til hamingju með áfangann.