Kynningarefni MS fyrir umsækjendur um skólavist

Menntaskólinn við Sund býður upp á nám til stúdentsprófs á fjórum námslínum af tveimur námsbrautum; félagsfræða- og sögulínu, hagfræði- og stærðfræðilínu og af líffræði-efnafræðilínu og eðlisfræði- stærðfræðilínu. Námið er 206 feiningar og skiptist í 40 áfanga auk 6 eininga í íþróttum. Sérstaða skólans er töluverð og snýr það bæði að skipulagi námsins og frelsi nemenda til að taka sjálfir ákvarðanir um eigið nám og síðan er skipulag skólastarfsins með öðrum hætti en í öðrum framhaldsskólum. 

Hér að neðan er hægt að skoða sérstaka kynningu skólanum á námi við MS og svo má fræðast ítarlegar um einstaka þætti í skipulaginu, þjónustuna sem er í boði, eða um inntak námsins með því að skoða efni hér á vef skólans.

Á vef skólans er að finna nánari upplýsgingar um uppbyggingu námsbrauta og skipulag náms í einstökum námsgreinum með því að smella hér [sjá nánar......]

Opið hús í MS í rafrænu formi vorið 2020


Síðast uppfært: 18.05.2020