Kynningarefni fyrir grunnskólanemendur og forráðamenn
Hér er að finna ýmislegt gagnlegt fyrir þá nemendur sem eru að hugsa um að velja sér framhaldsskóla eða hafa ákveðið að sækja um skólavist í MS. Fyrst skulu dregin fram nokkur veigamikil atriði varðandi skólann:
- Skólinn býður upp á nám til stúdentsprófs á bóknámsbrautum
- Það er lögð áhersla á skapandi greinar og lýðræðis- og umhverfisvitund og því er það hluti af skyldunáminu hjá öllum nemendum að taka listgrein, umhverfisfræði og lýðræðisvitund og siðfræði
- Unnið er út frá þeirri kennslufræði að byggja upp námskraft nemenda (BLP)
- Skólinn er með þriggja anna kerfi, haustönn, vetrarönn og vorönn og allar námsgreinar nema íþróttir eru kenndar þrjá daga í viku hver áfangi er 5 feiningar. Það er þrefaldur morguntími, tvöfaldur tími nálægt hádegi og þrefaldur síðdegistími.
- Námsdögum er skipt upp í kennsludaga, umsjónardaga og matsdaga. Allt eru þetta vinnudagar nemenda. Ekki er sérstakt prófatímabil heldur er símat í öllum áföngum og gert er ráð fyrir stöðugri og jafnri vinnu allra út allt skólaárið.
- Nemandi í fullu námi er ýmist í 4 eða 5 áföngum í einu en kerfið er sveigjanlegt og býður upp á það að nemendur stilli af námshraða sinn miðað við getu og aðstæður
- Það er mætingarskylda og námsmat tekur mið af framlagi nemenda í náminu og virkni í tímum. Kerfið hentar því alls ekki þeim sem eru vanir að taka skorpu í lokin en það hentar afar vel þeim sem vinna jafnt og þétt
Síðast uppfært: 17.01.2018