Greining steinda(kristalla)

Tæki og tól sem þarf að hafa viðhendina

Tilþess að greina steindir í handsýni þarf tiltölulega einföld tæki sem eru talinupp hér að neðan. Það helsta sem þarf er: 

 • Hvítt  blað.
 • Nögl  (þessi er ágæt sem er á fingrinum á þér). 
 • Kopar (vír eða smápeningur). 
 • Lítið  stykki af fluorite kristall. 
 • Vasahnífur  (Ekki Swiss Army hníf því blaðið þar er sérhert). 
 • A   small section of a steel file (a 2 or 3 inch tip from a triangular file  for sharpening chain saws works fine.) 
 • Lítill  kvarskristall (með að minnsta kosti einni góðri hlið og skarpri brún (til  að mæla hörku). 
 • Lítill  beryl eða topaz kristall (með að minnsta kosti einni góðri hlið og skarpri  brún (til að mæla hörku). 
 • Lítill  corundum kristall (með að minnsta kosti einni góðri hlið og skarpri brún  (til að mæla hörku). 
 • Plata  sem hægt er að nota til að kanna striklit. Notast má við óglerjaða postulínsplötu  (5-10 sm á lengd). 
 • Lítið  kerti og eldspýtur eða kveikjara. 
 • Nál  (til að kanna kleifni steinda) 
 • Lítill segull. 
 • Plastflösku  með þynntri (10%) saltsýrulausn (HCl). Mikilvægt er að meðhöndla sýruna   með varkárni því um virka sýru er að ræða. Sjá leiðbeiningar á flöskunni.  Ef sýra sullast á hörund ber að skola strax með ríflegu magni af vatni. 
 • Stækkunargler  (10X stækkun), litla lúpu. 
 • Merkimiða.     
 • Blýant  eða penna. 

Flestirþessara hluta eru til að mæla hörku steindar. Hér eru fleiri hlutir taldir upp en algerlega nauðsynlegt er að hafa við hendina til að greina steindir. En ef þú ert með þessar steindir við hendina getur þú fljótar ákvarðað hörku þess sýnis sem þú ert að greina. Tafla yfir hörku steinda er hér að neðan. Striklitur steinda er fundinn með því að strjúka plötuna með steindinni og þá situr eftir striklitur hennar (hematít sem er svart skilur t.d. eftir sig ryðrauðan striklit) sem oft er allt annar en litur steindarinnar sjálfrar. Kertið og kveikjarinn eru notuð til að kanna lit bruna steindar í tilraun. Segullinn er notaður til að kanna segulmögnun steindarinnar og stækkunarglerið (eða lúpan) eru hentug tæki til að skoða steindina nánar við stækkun og hentar t.d. ágætlega þegar kleifni steinda er skoðuð. Merkimiðarnir eru til þess að merkja steindina að greiningu lokinni. Óþarfi að gleyma því. 

Þættir sem eru skoðaðir

Þegarverið er að greina steindir eru þessir eftirtaldir þættir oft skoðaðir: Kristalgerðin sjálf, gljái, harka, striklitur, kleifni, bruni, eðlisþyngd, litur,geislavirkni og segulmögnun. Þá er kannað hvort steindin freyðir í saltsýru og úr hvaða umhverfi hún kemur þar sem ákveðnar steindir finnast helst í tilteknu umhverfi. 

Mikilvægt er þegar byrjað er að greina steindir í fyrsta sinn að gera það undir handleiðslukennara

Síðast uppfært: 09.08.2017