Heimsóknir:

Tveir kennarar og 28 nemendur frá Greve Gymnasium í Kaupmannahöfn í Danmörku komu í heimsókn í MS 19. september 2019. Þau fóru í heimsóknir í kennslustundir, ræddu við nemendur og fengu almenna kynningu á skólastarfinu í MS.

 Námsferð starfsmanna: 

Alls fóru 37 starfsmenn MS í námsferð til Toronto í Kanada 10.-13. október 2019 ásamt 13 mökum, alls 52 þátttakendur. Farið var í skólaheimsóknir í Malvern Collegiate Institute, Birchmount Park Collegiate Institute and Danforth Collegiate and Technical Institute í Toronto. Einnig var fræðslufundur um skólakerfið og innra starf skóla í Toronto ásamt með úrvinnslu úr skólaheimsóknum.

1. Reflection on School Visits – with reference to the School Effectiveness Framework

2. Overview of Assessments, Data, and Peer Coaching – Perspectives for What Follows

3. Understanding the role of assessment in student learning - types of assessments

4. Defining clear learning goals

5. Creating challenging success criteria

6. Practicing the provision of effective feedback

7. Exploring the range of learning strategies for differentiation

8. Knowing when and what to do if students are not progressing

9. Impact of changing assessment practices, analyzing data, and peer coaching on your students’ learning.

Um helgina var farið að Niagrafossum, í Nálina og ýmis söfn og menningarstaðir í Toronto heimsóttir. Ferðanefnd starfsmanna skipulagi ferðina en nefndina skipa Leifur Ingi Vilmundarson, kennslustjóri fulltrúi stjórnenda, Hjördís Jóhannsdóttir, þjónustufulltrúi fulltrúi þjónustusviðs og Þórunn Steindórsdóttir, félagsfræðikennari, Petrína Rós Karlsdóttir frönskukennari og Solveig Þórðardóttir þýskukennari fulltrúar kennara.  

Síðast uppfært: 04.01.2022