Hlutverk SMS og lýsing á nefndum

Miðhópur
Miðhóp skipa ármaður, gjaldkeri og ritari og þeirra hlutverk er að bera ábyrgð á og halda utan um allt starf skólafélags menntaskólans við Sund og þar af leiðandi skipulögðu félagslífi nemenda.

Femínístafélagið
Hlutverk Femínístafélagsins er að halda uppi umræðu og fræðslu um jafnréttismál innan veggja skólans. Félagið sér einnig um að skipuleggja femínístaviku og sér til þess að alltaf séu til túrtappar og dömubindi uppi á skrifstofu.

Fréttanefnd
Hlutverk Fréttó er að sjá um heimasíðu skólafélagsins og app SMS ásamt umsjón yfir miðasölu á viðburði. Nefndin auglýsir allt sem gengur á í skólanum, svo ef það er eitthvað í gangi munu nemendur vita af því!

Grauturinn
Hlutverk Grautsins sem er myndbandaráð MS er að taka upp allt myndefni á viðburðum SMS og gefa út myndbönd og þættina Grauturinn.

 Listafélagið
Hlutverk Listó eru fjölbreytt, t.d. umsjón yfir þemavikum skólans (nýnemavikan, 85 vikan, árshátíðarvikan og landó), sjá um nýnemavakningar, djúpu laugina, annálinn og almennt að halda uppi stemmningu innan veggja skólanns með mörgum smærri viðburðum.

 Hagsmunaráð
Hlutverk Hagsmunaráðs er að tryggja hagsmuni allra nemenda innan skólans og koma málefnum nemenda á framfæri til nemendafélagsins og skólastjórnar. Nefndin ritskoðar allt efni sem gefið er út af nemendafélaginu og hefur stórt hlutverk í kosningum SMS. Auk þess sér hagsmunaráð um að halda góðgerðaviku þar sem safnað er fjármagni til að styrkja góðgerðasamtök.

Íþróttaráð
Hlutverk Íþró er að sjá um alla íþróttaviðburði skólans. Dæmi um slíka viðburði sem haldnir eru árlega eru fótboltamót, körfuboltamót og ping pong mót og fl.

Markaðsráð
Hlutverk Markaðsráðs er að útvega styrki, auglýsingar og peninga fyrir nemendafélagið og þá viðburði sem eru haldnir. Nefndin sér einnig um að safna vinningum fyrir edrúpottinn á böllum.

 Málfundafélagið
Hlutverk Málfó er að sjá um lið MS í Morfís og Gettu betur. Morfís er ræðukeppni framhaldsskólanna og Gettu betur er hin klassíska spurningakeppni.

 Ritnefnd
Hlutverk Ritnefndar er að gefa út blöð fyrir hönd skólans; Nýnemablaðið, 85 blaðið og Steingerði. Innihald blaðana er fjölbreytt og þar kemur meðal annars fram hvað er á döfinni, gagnlegar upplýsingar fyrir nemendur, ýmis fróðleikur og önnur skemmtun.

Skemmtinefnd
Hlutverk Skemmtó er að halda böllin; nýnemaballið, 85 ballið, árshátíðina og landbúnaðarballið. Auk þess skipuleggur nefndin söngvakeppni MS, Bauluna og aðstoðar við nýnemaferðina og fleiri minni viðburði.

Thalía
Hlutverk leikfélags MS, Thalíu er að halda utan um og skipuleggja leikrit og söngleiki sem sett eru upp í skólanum.

Síðast uppfært: 13.12.2022